Persónuverndarstefna

ÁBYRGÐARAÐILI

Félag um framboð Katrínar Jakobsdóttur
Dunhaga 17
107 Reykjavík
katrinjakobsdottir.is
frambod@katrinjakobsdottir.is

Vefurinn snýr að framboði Katrínar Jakobsdóttur til framboðs í kjöri til forseta Íslands 2024. Á vefsíðunni er að finna ýmis skráningarform sem safna saman persónuupplýsingum þeirra sem ákveða að fylla þau út.

HEIMILD TIL VINNSLU PERSÓNUUPPLÝSINGA

Form á vefsíðu

Söfnun persónuupplýsinga í gegnum form á vefsíðunni fer fram aðeins á grundvelli samþykkis einstaklingsins. Ávallt er hægt að draga samþykki til baka með því að senda póst á frambod@katrinjakobsdottir.is

TEGUNDIR PERSÓNUUPPLÝSINGA SEM UNNIÐ ER MEÐ

Á vefnum er unnið með upplýsingar fyrir samskipti (nafn, tölvupóstfang og símanúmer) þegar einstaklingar fylla út form.

VARÐVEISLUTÍMI UPPLÝSINGA

Upplýsingum sem er safnað er ekki varðveitt lengur en í 3 mánuði.

RÉTTINDI EINSTAKLINGA

Þú getur nýtt þér þau réttindi sem þú átt skv. persónuverndarlögum með því að senda beiðni á netfangið frambod@katrinjakobsdottir.is

Nánari upplýsingar um þau réttindi sem þú átt:

a. Aðgangsréttur

Þú átt rétt á að fá aðgang að og afrit af öllum persónuupplýsingunum þínum. Í sumum tilvikum geta undantekningar frá réttinum átt við, s.s. vegna réttinda annarra sem vega skulu þyngra, en almenna reglan er sú að veita skuli aðganginn.

b. Réttur til leiðréttingar

Þú átt rétt á því að fá leiðréttar persónuupplýsingar um þig, sem þú telur rangar.

c. Réttur til eyðingar/rétturinn til að gleymast

Þú átt í vissum tilvikum rétt á að upplýsingum um þig sé eytt, t.d. þegar upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeim var upphaflega safnað. Þú átt líka rétt á því að upplýsingum sé eytt þegar þú afturkallar samþykki þitt.

d. Réttur til takmörkunar á vinnslu

Þú átt rétt á að biðja um að vinnsla sé takmörkuð í ákveðnum tilvikum.

e. Réttur til að andmæla vinnslu

Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig þegar þær eru unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna.

f. Réttur til að flytja eigin gögn

Þessi réttur á eingöngu við þegar upplýsingar eru unnar á grundvelli samþykkis eða við gerð samnings.

g. Kvartanir vegna vinnslu persónuupplýsinga

Ef þú telur að ekki hafi verið unnið með lögmætum hætti með persónuupplýsingar þínar getur þú lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Útg. 1.1
2. maí 2024.