Um Katrínu

Uppvaxtarár Katrínar

Katrín Jakobsdóttir er fædd í Reykjavík 1. febrúar 1976, yngst fjögurra systkina. Hún ólst upp í Álfheimum í Reykjavík og gekk í Langholtsskóla en síðan í Menntaskólann við Sund. Sem barn sat hún ýmist og teiknaði eða las bækur. Í menntaskóla leiddi hún skólafélagið fyrst kvenna í áratug. Tvítug vann hún í Landsbankanum við Sundahöfn og kynntist þá ýmsum íslenskum innflutningsfyrirtækjum en áður vann hún sem bréfberi.

Snemma í forystu

Katrínu var snemma treyst til forystu í húsfélögum, einkum þegar stórframkvæmdir voru á döfinni vegna einstakrar lagni til að fá iðnaðarmenn á sitt band. Í Háskóla Íslands lærði hún frönsku og íslensku og varð að lokum sérfróð um íslenskar glæpasögur um það leyti sem „glæpasagnavorið“ mikla var að hefjast.

Yfirgripsmikil reynsla

Katrín gekk í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð skömmu eftir að sá flokkur var stofnaður og var kosningastjóri flokksins í Reykjavík aðeins
27 ára gömul. Haustið 2003 var hún kjörin varaformaður flokksins og var síðan í forystuhlutverki fyrir hann í 21 ár. Ráðherra varð hún fyrst á 33 ára afmælisdag sinn og forsætisráðherra 41 árs. Aðeins tveir hafa gegnt því starfi lengur samfellt síðan Ísland varð lýðveldi árið 1944. Katrín var um tíma félagi Töframannagildi Íslands þótt hún þyki ekki sérlega góður töframaður. Hún er gift Gunnari Sigvaldasyni og eiga þau saman þrjá syni.

Forsetinn þarf að geta sýnt
forystu og auðmýkt í senn.